Enski boltinn

Margir minnast Banks | Hetjan mín er látin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Banks varði gjörsamlega allt. Líka hunda sem hlupu inn á völlinn.
Banks varði gjörsamlega allt. Líka hunda sem hlupu inn á völlinn. vísir/getty

Knattspyrnuheimurinn syrgir í dag einn besta markvörð allra tíma, Gordon Banks. Banks lést í morgun 81 árs að aldri.

Banks átti glæstan feril og var í marki Englendinga er þjóðin varð heimsmeistari í knattspyrnu í fyrsta og eina skiptið árið 1966. Hans er þó helst minnst fyrir stórbrotna markvörslu á HM fjórum árum síðar.

Banks var goðsögn og ákaflega viðkunnalegur maður ef mið er tekið af þeim fallegu orðum sem um hann eru skrifuð á samfélagsmiðla í dag.

Önnur ensk markvarðargoðsögn, Peter Shilton, segir meðal annars að hetjan hans sé látin.

Banks endaði á frímerki árið 2013 og var ansi sáttur með það. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.