Enski boltinn

Margir minnast Banks | Hetjan mín er látin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Banks varði gjörsamlega allt. Líka hunda sem hlupu inn á völlinn.
Banks varði gjörsamlega allt. Líka hunda sem hlupu inn á völlinn. vísir/getty
Knattspyrnuheimurinn syrgir í dag einn besta markvörð allra tíma, Gordon Banks. Banks lést í morgun 81 árs að aldri.

Banks átti glæstan feril og var í marki Englendinga er þjóðin varð heimsmeistari í knattspyrnu í fyrsta og eina skiptið árið 1966. Hans er þó helst minnst fyrir stórbrotna markvörslu á HM fjórum árum síðar.

Banks var goðsögn og ákaflega viðkunnalegur maður ef mið er tekið af þeim fallegu orðum sem um hann eru skrifuð á samfélagsmiðla í dag.

Önnur ensk markvarðargoðsögn, Peter Shilton, segir meðal annars að hetjan hans sé látin.









































Banks endaði á frímerki árið 2013 og var ansi sáttur með það.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×