Enski boltinn

Juventus sagt hafa áhuga á Salah

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah er eftirsóttur en ekki til sölu.
Salah er eftirsóttur en ekki til sölu. vísir/getty

Sky News í Arabíu segist hafa heimildir fyrir því að Juventus ætli að reyna að kaupa Mohamed Salah frá Liverpool í sumar.

Stjarna Juventus, Cristiano Ronaldo, er víst spennt fyrir því að fá Salah til félagsins og hermt er að Juve sé til í að greiða um 200 milljónir punda fyrir Egyptann.

Ekki er þó víst að sú upphæð dugi til eða einhver upphæð yfir höfuð. Liverpool hefur engan áhuga á að selja.

Félagið er á stöðugri uppleið með Salah sem aðalmann og verki hans hjá Liverpool er ekki lokið.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.