Líkir Manchester United liðinu við Frankenstein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Alexis Sanchez er einn af þeim sem passar ekki inn í Manchester United liðið og hefur ollið miklum vonbrigðum eftir að hann kom á Old Trafford. Getty/Jean Catuffe Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira