Líkir Manchester United liðinu við Frankenstein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Alexis Sanchez er einn af þeim sem passar ekki inn í Manchester United liðið og hefur ollið miklum vonbrigðum eftir að hann kom á Old Trafford. Getty/Jean Catuffe Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira