Elskendur mætast í efstu deild á Englandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:30 Ramona Bachmann horfir blítt til kærustu sinnar Alishu Lehmann fyrir leik West Ham og Chelsea. skjáskot/bbc Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira