Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2019 07:15 Breytingar á umferðarlögum eru áformaðar á vorþingi. Læknar leggjast hins vegar gegn breytingu. Fréttablaðið/Pjetur Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira