Rannsaka möguleg tengsl Skrípalmálsins við eiturárás í Búlgaríu Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 10:34 Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir þarlenda lögreglumenn vinna með breskum lögreglu- og leyniþjónustumönnum að rannsókninni. Vísir/EPA Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu. Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu.
Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira