Enski boltinn

Bann Zaha fyrir að klappa fyrir dómaranum stendur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zaha klappar fyrir Marriner
Zaha klappar fyrir Marriner vísir/getty
Wilfried Zaha missir af bikarleik Crystal Palace og Doncaster á sunnudaginn eftir að hafa klappað fyrir dómaranum sem gaf honum rautt spjald í leik Palace og Southampton.

Andre Marriner gaf Zaha rautt spjald á 87. mínútu leiks Palace og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í lok janúar. Viðbrögð Zaha við spjaldinu voru að klappa kaldhæðnislega fyrir Marriner.

Enska knattspyrnusambandið kærði Zaha fyrir ósæmilega hegðun og ákvað að dæma Zaha í eins leiks bann ofan á bannið sem fylgdi rauða spjaldinu.

Þá fékk hann einnig sekt upp á 10 þúsund pund fyrir atvikið.

Zaha samþykkti að hann hefði ekki hagað sér sem skildi en áfrýjaði refsingunni. Áfrýjunin féll ekki með Zaha og stendur tveggja leikja bannið.

Hann missir því af bikarleiknum við Doncaster á sunnudag og heimsókn Palace til Leicester í deildinni 23. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×