Enski boltinn

Janus Daði með þrjú mörk í sigri Álaborgar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Janus í leik með Álaborg.
Janus í leik með Álaborg. vísir/getty
Janus Daði Smárason og félagar hans í Álaborg unnu öruggan sigur á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Fyrir leikinn var lið Álaborgar í öðru sæti deildarinnar á eftir GOG. Álaborg leiddi með þremur mörkum í leikhléi, 15-12, en stakk af í síðari hálfleiknum og vann að lokum níu marka sigur. Lokatölur 34-25.

Þeir eru því komnir í efsta sæti deildarinnar og eru með eins stigs forskot á GOG sem á tvo leiki til góða. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum í dag. Ómar Ingi Magnússon kom lítið við sögu hjá Álaborg og tók aðeins eitt skot sem hann skoraði ekki úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×