Giggs: Manchester United ætti að fastráða Solskjaer en segja engum frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 12:00 Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna marki með Manchester United. Geyty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn