Enski boltinn

Dregið í enska bikarnum: City fær B-deildarlið og United heimsækir Wolves

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fagna í kvöld.
Leikmenn United fagna í kvöld. vísir/getty

Dregið var í átta liða úrslit enska bikarsins í kvöld en síðasti leikur 16-liða úrslitanna fór fram í kvöld er Manchester United sló út Chelsea á útivelli.

Manchester City fer til Wales og mætir þar Swansea en grannar þeirra í Manchester United fara til Wolves og mæta þeir nýliðum og spútnikliði ársins í ensku úrvalsdeildinni, Wolves.

Annað hvort Watford eða Crystal Palace komast í undanúrslitin og B-deildarlið Millwall fær heimaleik gegn Brigton.

Átta liða úrslitin verður leikinn helgina fimmtánda til sautjánda mars.

Drátturinn í heild sinni:
Swansea - Man. City
Watford - Crystal Palcae
Wolves - Manchester United
Millwall - BrightonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.