Sér nú „sjálfstraust og hroka“ í liði United sem hann bjóst ekki við að sjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 12:00 Paul Pogba og Romelu Lukaku fagna marki þess fyrrnefnda á Brúnni í gærkvöldi. Getty/Michael Regan Gamli Manchester United maðurinn Phil Neville þekkti sitt félag aftur í sigurleiknum á móti Chelsea á Stamford Bridge í gærkvöldi. United liðið vann leikinn 2-0 og komst með því í átta liða úrslit enska bikarsins. „Þetta er eins og að horfa á gömlu Manchester United liðin,“ sagði Phil Neville í þættinum Match of the day á BBC eftir leikinn. Manchester United kom sterkt til baka eftir fyrsta tap sitt undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. United hefur nú unnið ellefu af þrettán leikjum undir hans stjórn og aðeins tapað einu sinni. „Ole hefur fengið þá til að spila með sjálfstrausti og trú á verkefnið. Þetta er ótrúlegt að sjá,“ sagði Neville.Phil Neville: “It was like watching the old Manchester United teams - Ole has got them playing with confidence and belief. It’s incredible. If you’d asked me a little while ago whether they could play with confidence and arrogance I’d have said no. But now they are.” #MUFC — Manchester United (@MUFCScoop) February 18, 2019„Hefðir þú spurt mig fyrir dálitlu síðan hvort þeir gætu hreinlega spilað með sjálfstrausti og hroka þá hefði ég sagt nei. En núna eru þeir að því,“ sagði Neville. „Ef við hugsum til baka um hvernig liðið var að spila undir stjórn Jose Mourinho þá voru þeir Anthony Martial og Marcus Rashford að spila sem hægri og vinstri bakvörður,“ sagði Neville. Það er ekki aðeins frábær árangur undir stjórn Solskjær sem hefur heillað flesta stuðningsmenn United upp úr skónum heldur er liðið aftur farið að spila skemmtilegan fótbolta. Hundleiðinlegi dútl fótboltinn undir stjórn Mourinho heyrir nú sögunni til. Phil Neville er á því að Ole Gunnar Solskjær eigi að vera fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester en bara ekki alveg strax. „Ég myndi ekki láta hann fá það strax. Höldum leikmönnunum hungruðum og látum þá berjast fyrir hann og síðan má hann fá starfið,“ sagði Phil Neville. Næsta á dagskrá hjá Manchester United er leikur á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Gamli Manchester United maðurinn Phil Neville þekkti sitt félag aftur í sigurleiknum á móti Chelsea á Stamford Bridge í gærkvöldi. United liðið vann leikinn 2-0 og komst með því í átta liða úrslit enska bikarsins. „Þetta er eins og að horfa á gömlu Manchester United liðin,“ sagði Phil Neville í þættinum Match of the day á BBC eftir leikinn. Manchester United kom sterkt til baka eftir fyrsta tap sitt undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. United hefur nú unnið ellefu af þrettán leikjum undir hans stjórn og aðeins tapað einu sinni. „Ole hefur fengið þá til að spila með sjálfstrausti og trú á verkefnið. Þetta er ótrúlegt að sjá,“ sagði Neville.Phil Neville: “It was like watching the old Manchester United teams - Ole has got them playing with confidence and belief. It’s incredible. If you’d asked me a little while ago whether they could play with confidence and arrogance I’d have said no. But now they are.” #MUFC — Manchester United (@MUFCScoop) February 18, 2019„Hefðir þú spurt mig fyrir dálitlu síðan hvort þeir gætu hreinlega spilað með sjálfstrausti og hroka þá hefði ég sagt nei. En núna eru þeir að því,“ sagði Neville. „Ef við hugsum til baka um hvernig liðið var að spila undir stjórn Jose Mourinho þá voru þeir Anthony Martial og Marcus Rashford að spila sem hægri og vinstri bakvörður,“ sagði Neville. Það er ekki aðeins frábær árangur undir stjórn Solskjær sem hefur heillað flesta stuðningsmenn United upp úr skónum heldur er liðið aftur farið að spila skemmtilegan fótbolta. Hundleiðinlegi dútl fótboltinn undir stjórn Mourinho heyrir nú sögunni til. Phil Neville er á því að Ole Gunnar Solskjær eigi að vera fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester en bara ekki alveg strax. „Ég myndi ekki láta hann fá það strax. Höldum leikmönnunum hungruðum og látum þá berjast fyrir hann og síðan má hann fá starfið,“ sagði Phil Neville. Næsta á dagskrá hjá Manchester United er leikur á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira