Sigríður Andersen vill spara hjá sýslumannsembættunum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 10:01 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill spara hjá sýslumannsembættunum en þar gætu byggðastjónarmið reynst þrándur í götu. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41