Ungir Sádar í námi flýja dómskerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 16:27 Fregnir hafa borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Vísir/EPA Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan. Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan.
Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira