Ekkert eftirlit verður með Katalóníumálinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, sagði á borða sem mótmælendur í héraðshöfuðborginni Barcelona báru í gær. Vísir/EPA Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira