Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:40 Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is
Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira