Segir að íbúðir spretti ekki upp eins og gorkúlur vegna bílskúrsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. vísir/vilhelm Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10