Segir að íbúðir spretti ekki upp eins og gorkúlur vegna bílskúrsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. vísir/vilhelm Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10