Enski boltinn

Klopp: Dómarinn vissi það kannski í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Þetta var erfiður leikur. Þú sást í kringum föstu leikatriðin að við vissum hvað átti að gera en þegar það var æft þá voru þrír aðrir leikmenn í liðinu,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli við West Ham í gærkvöldi.

Mark West Ham kom úr föstu leikatriði en Michail Antonio var afar einn og kom boltanum í netið en mark Liverpool, sem kom sex mínútum áður, var rangstaða eins og sást í endursýningu.

„Að því virðist var markið okkar rangstaða og kannski vissi dómarinn það í síðari hálfleik,“ sagði Klopp og virtist aðeins skjóta á dómgæsluna í síðari hálfleik.

„Þetta er stig og þetta er sanngjarnt stig. Við áttum í vandræðum með föstu leikatriðin og vorum upp og niður í leiknum. Núna tökum við þetta stig og höldlum áfram.“

„Við töpuðum boltanum á mikilvægum tímapunktum. Þeir vörðust afar neðarlega og við þurftum að takast á við það og reyna að skapa færi,“ sagði Þjóðverjinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×