Enski boltinn

Rashford og Lingard setja hvor öðrum markmið í leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford og Jesse Lingard.
Marcus Rashford og Jesse Lingard. Getty/Matthew Peters
Jesse Lingard heldur því fram að innanhúss metingur við Marcus Rashford hjálpi þeim báðum inn á vellinum.

Lingard ræddi þennan vinalega meting við Sky Sports og þá skoðun sína að þessi innanhúss samkeppni þeirra félaga hafi hjálpað Manchester United liðinu að komast aftur á flug í ensku úrvalsdeildinni.

Báðir hafa þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard spilaði vel síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við knattspyrnustjórastöðunni af Jose Mourinho.





„Ég og Marcus höfum verið að setja markmið fyrir hvorn annan til að hvetja okkur áfram,“ sagði Jesse Lingard við Sky Sports sem náði í skottið á leikmanni Manchester United þar sem hann var kynntur sem nýr sendiherra Coca Cola í Englandi.

„Auðvitað eru þetta ólík markmið og í sumum leikjum er það fjöldi skota eða hve oft við komust í boltann. Þetta er bara hitt og þetta sem fá okkur til að hugsa og með þessum ýtum við á bakið á hvorum öðrum. Við vinirnir viljum að okkur báðum gangi vel,“ sagði Lingard sem hrósaði líka knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær.

„Hann [Solskjær] hefur látið okkur spila sóknarfótbolta á ný. Hann hefur verið hjá Manchester United í mörg ár og veit hvernig lið Manchester United á að spila fótbolta. Hann hefur upplifað þetta allt sjálfur og hefur verið frábær alveg eins og Mike Phelan,“ sagði Lingard.

Getty/Tom Purslow



Fleiri fréttir

Sjá meira


×