Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 08:55 Salman krónprins er sagður hafa verið farinn að ergja sig yfir áhrifum Khashoggi þegar árið 2017. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira