Erlent

Fjöldi látinna í Brasilíu nú kominn í 125

Atli Ísleifsson skrifar
Myndbandið sýnir aurinn flæða yfir námusvæðið.
Myndbandið sýnir aurinn flæða yfir námusvæðið. Skjáskot/youtube
Talsmenn brasilískra yfirvalda hafa staðfest að 125 manns hafi farist og 182 sé enn saknað eftir að stífla brast í járngrýtisnámu í Minas Garais í suðausturhluta landsins 25. janúar síðastliðinn.Ekki hefur tekist að hafa uppi á fjölda fólks eftir að gríðarmikið magn aurleðju flæddi yfir stórt landsvæði. Mikið rigningarveður hefur einnig torveldað allt björgunarstarf, þar sem ekki hefur tekist að fljúga leitarþyrlum yfir hamfarasvæðið.Nær allir þeir sem fórust eða er enn saknað störfuðu í járngrýtisnámunni. Fjöldi þeirra sem létu lífið var saman kominn í matsal fyrir starfsmenn námunnar þegar hamfarirnar dundu yfir.Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais, hefur heitið því að þeim sem ábyrgð bera á því að stíflan brast verði „refsað.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.