Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann. Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann.
Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira