Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 „Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
„Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09