Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 08:34 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Norska lögreglan Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28