Enski boltinn

Pep: Aðrir leikir gilda alveg jafn mikið

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir að leikir Liverpool og Manchester City við Manchester United muni skera úr um það hvort Liverpool eða City verði meistari.

 

Bæði Liverpool og City eiga eftir að mæta United á Old Trafford en eins og flestir vita er United ennþá taplaust undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Pep telur þó að þessir leikir séu eins og allir aðrir leikir.

 

„Ef Liverpool eru tveimur eða þremur stigum á undan okkur daginn áður en þeir spila á Old Trafford og United tíu til tólf stigum á eftir okkur, hvað haldið þið að ég muni hugsa?“

 

„Ég veit ekki. Við eigum sjálfir eftir að fara þangað og við verðum að reyna að vinna. Ef United vinnur Liverpool þá er það frábært, en ef við töpum þar síðan þá verðum við í sömu stöðu.“

 

„Við getum haft okkar að segja hvernig leikurinn okkar gegn United á Old Trafford fer en það sama er ekki hægt að segja um leik Liverpool og United, ég er ekki með númerið hjá Ole.“

 

„Þegar það er styttra í þennan leik þá mun ég segja meira við ykkur en þangað til eru margir leikir, sem gilda alveg jafn mikið.“

 

City missti toppsætið til Liverpool eftir þrjú töp liðsins í desember gegn Chelsea, Palace og Leicester.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×