Mourinho faldi sig í óhreina þvottinum og var næstum því dáinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 10:00 Jose Mourinho skoðar vaxstyttu af sjálfum sér árið 2005. Vísir/Getty Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira