Innlent

Jens fær ekki að áfrýja dómi um spillingu í starfi

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Jens Guðmundsson við meðferð málsins í héraði.
Jens Guðmundsson við meðferð málsins í héraði. Fréttablaðið/ERNIR
Hæstiréttur hafnaði fyrir helgi beiðni Jens Gunnarssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um áfrýjunarleyfi. Landsréttur staðfesti fimmtán mánaða fangelsisdóm yfir honum í nóvember í fyrra fyrir brot á ákvæðum um þagnarskyldu, spillingu og brot í starfi.

Jens byggði beiðni sína til Hæstaréttar meðal annars á því að hljóðupptakna, sem sakfelling byggðist á, hefði verið aflað með ólögmætum hætti.

Hæstiréttur taldi beiðnina hvorki lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið né að aðrar ástæður lægju til þess að fallast bæri á beiðnina og var henni því hafnað.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×