Innlent

Fimmtán mánaða fangelsisdómur staðfestur yfir rannsóknarlögreglumanni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember.
Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fréttablaðið/Ernir

Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jens Gunnarssyni, rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi.

Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega í málum tengdum fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi.

Málið er sögulegt en þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um sterkan grun um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt.

Upphaf þess að málið rataði á borð var það að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, kom upptöku með samtali Jens og Péturs Axels til embættis ríkissaksóknara í desember 2015. Athygli vekur að Jón Óttar er mágur Péturs Axels en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm

Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.