Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 18:50 Píratarnir Smári og Helgi Hrafn furða sig á dómi sem féll í Hæstarétti í dag. „Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52