Leti oftast ástæðan fyrir því að ökumenn skafa ekki rúður Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 20:54 Hægt er að sekta ökumenn sem skafa ekki nægilega af rúðum eða ljósum bíla sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08
Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32