Mark Clattenburg sakar Mo Salah um að reyna ná í gullskóinn með dýfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 09:00 Mohamed Salah er í baráttunni um gullskóinn. Getty/Nick Taylor Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, setti fram samsæriskenningu um meintan leikaraskap Liverpool-mannsins Mohamed Salah. Clattenburg er kominn í hóp með mörgum gagnrýnendum Egyptans sem þykir hafa fengið ódýr víti að undanförnu. Salah reyndi síðan að fiska víti á móti Crystal Palace þegar hann lét sig falla í teignum en ekkert var dæmt. Það atvik var aftur á móti nóg til að kalla á afar athyglisverð viðbrögð frá umræddum Mark Clattenburg. „Mo Salah fór niður án þess að það væri snerting frá Mamadou Sakho,“ sagði Mark Clattenburg í viðtali við Daily Star og hélt svo áfram: „Það skiptir engu máli hvort hann væri að biðja um víti eða ekki því hann var að reyna að plata Jonathan Moss dómara. Moss hefði átt að lyfta gula spjaldinu,“ sagði Clattenburg. „Salah var gagnrýndur fyrir að fara of auðveldlega niður þegar hann fékk víti á móti Arsenal og Newcastle. Í öllum þessum kringumstæðum þá á hann ekki möguleika á því að skora og virðist velja það frekar að reyna að krækja í vítaspyrnu,“ sagði Clattenburg og nú er hann heldur betur kominn í samsæriskenningastuð. „Salah tekur vítaspyrnurnar fyrir Liverpool og veit því að ef hann fær víti þá fær hann frítt skot á mark. Með því eykur hann líkurnar sínar á því að fá gullskóinn,“ sagði Clattenburg. Clattenburg hefur líka tekið eftir einu þegar Mo Salah er að reyna að fiska vítaspyrnur. „Eitt sem ég hef tekið eftir þegar Salah dettur til að reyna að fá víti er að þá fara hendurnar hans upp fyrir haus. Það er eitt af því sem dómarar eiga að horfa eftir þegar þeir meta það hvort um leikaraskap er að ræða eða ekki. Vanalega þegar þú dettur eftir brot þá fara hendurnar þínar niður til að verjast fallinu“ sagði Clattenburg. „Þangað til að við fáum VAR í deildina þá ættu leikmenn að fá leikbann fyrir leikaraskap og þá skiptir engu hvort dómarinn hafi dæmt eða ekki,“ sagði Clattenburg. Mark Clattenburg var á sínum tíma í hópi allra bestu dómara heims og sumarið 2016 þá dæmi hann þrjá stóra úrslitaleiki, í enska bikarnum, í Meistaradeildinni og í Evrópukeppninni. Hann hætti óvænt að dæma í febrúar 2017 til að taka við yfirmanni dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Sádi Arabíu. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, setti fram samsæriskenningu um meintan leikaraskap Liverpool-mannsins Mohamed Salah. Clattenburg er kominn í hóp með mörgum gagnrýnendum Egyptans sem þykir hafa fengið ódýr víti að undanförnu. Salah reyndi síðan að fiska víti á móti Crystal Palace þegar hann lét sig falla í teignum en ekkert var dæmt. Það atvik var aftur á móti nóg til að kalla á afar athyglisverð viðbrögð frá umræddum Mark Clattenburg. „Mo Salah fór niður án þess að það væri snerting frá Mamadou Sakho,“ sagði Mark Clattenburg í viðtali við Daily Star og hélt svo áfram: „Það skiptir engu máli hvort hann væri að biðja um víti eða ekki því hann var að reyna að plata Jonathan Moss dómara. Moss hefði átt að lyfta gula spjaldinu,“ sagði Clattenburg. „Salah var gagnrýndur fyrir að fara of auðveldlega niður þegar hann fékk víti á móti Arsenal og Newcastle. Í öllum þessum kringumstæðum þá á hann ekki möguleika á því að skora og virðist velja það frekar að reyna að krækja í vítaspyrnu,“ sagði Clattenburg og nú er hann heldur betur kominn í samsæriskenningastuð. „Salah tekur vítaspyrnurnar fyrir Liverpool og veit því að ef hann fær víti þá fær hann frítt skot á mark. Með því eykur hann líkurnar sínar á því að fá gullskóinn,“ sagði Clattenburg. Clattenburg hefur líka tekið eftir einu þegar Mo Salah er að reyna að fiska vítaspyrnur. „Eitt sem ég hef tekið eftir þegar Salah dettur til að reyna að fá víti er að þá fara hendurnar hans upp fyrir haus. Það er eitt af því sem dómarar eiga að horfa eftir þegar þeir meta það hvort um leikaraskap er að ræða eða ekki. Vanalega þegar þú dettur eftir brot þá fara hendurnar þínar niður til að verjast fallinu“ sagði Clattenburg. „Þangað til að við fáum VAR í deildina þá ættu leikmenn að fá leikbann fyrir leikaraskap og þá skiptir engu hvort dómarinn hafi dæmt eða ekki,“ sagði Clattenburg. Mark Clattenburg var á sínum tíma í hópi allra bestu dómara heims og sumarið 2016 þá dæmi hann þrjá stóra úrslitaleiki, í enska bikarnum, í Meistaradeildinni og í Evrópukeppninni. Hann hætti óvænt að dæma í febrúar 2017 til að taka við yfirmanni dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Sádi Arabíu.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira