Erlent

Ausa mjólk yfir stjörnurnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hér má sjá mjólk hellt yfir hefðbundið skurðgoð, ekki plakat.
Hér má sjá mjólk hellt yfir hefðbundið skurðgoð, ekki plakat. Nordicphotos/Getty
Mjólkursalar í Tamil Nadu á Indlandi eru foxillir og hafa ítrekað kvartað til lögreglu yfir því að mjólkurþjófnaður hefur stóraukist í aðdraganda frumsýninga á kvikmyndum í ríkinu.

Við ákveðin tilefni hella hindúar mjólk yfir skurðgoð í trúarskyni. Upp á síðkastið hafa áhugamenn um kvikmyndir tekið upp á því að færa helgisiðinn yfir á sín persónulegu átrúnaðargoð og má því iðulega sjá mjólkurblaut plaköt í Tamil Nadu.

Samtök mjólkursala í ríkinu hafa því farið fram á við lögreglu að þetta athæfi verði bannað. Í viðtali við BBC sagði S.A. Ponnusamy, leiðtogi samtakanna, að þetta hafi viðgengist í rúma tvo áratugi. „Aðdáendur um gjörvallt ríkið gera þetta því þeir líta á kvikmyndastjörnur sem einhvers konar hálfguði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×