Erlent

Eru nú um tveimur metrum frá Julen

Atli Ísleifsson skrifar
Hundruð manna hafa unnið myrkranna á milli að því að ná til drengsins.
Hundruð manna hafa unnið myrkranna á milli að því að ná til drengsins. Getty
Björgunarlið á Spáni eiga nú eftir að bora rétt rúma tvo metra til að komast að þeim stað sem talið er að hinn tveggja ára Julen er að finna. Þrettán dagar eru nú frá því að drengurinn féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga.

Spænskir fjölmiðlar segja frá því að búið sé grafa göng samhliða borholunni og sé nú reynt að bora leið þvert inn í borholuna á því dýpi sem talið er að Julen sé.

3,8 metra steinveggur er að finna milli ganganna og borholunnar á þessu dýpi. Er björgunarlið búið að grafa þar 1,5 metra inn og vantar því 2,3 metra upp á.

Hundruð manna hafa unnið myrkranna á milli að því að ná til drengsins sem féll ofan í holuna fyrir augum föður síns þann 13. janúar.


Tengdar fréttir

Níu dagar ofan í borholunni

Björgunarfólk vann sinn níunda dag í gær að því að ná hinum tveggja ára Julen Roselló úr borholu á suðurhluta Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×