Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:13 Nicolás Maduro. Stephanie Keith/Getty Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela. Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela.
Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18