Erlent

Lést eftir tæplega tveggja mánaða hungurverkfall

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mher Yegiazarian var handtekinn vegna gruns um fjárkúgun.
Mher Yegiazarian var handtekinn vegna gruns um fjárkúgun.
Leiðtogi lítils armensks stjórnmálaflokks lést í fangelsi í dag eftir 52 daga hungurverkfall.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá armenskum fangelsisyfirvöldum sem fréttaveitan AP hefur undir höndum.

Maðurinn var 51 árs og hét Mher Yegiazarian. Hann var leiðtogi stjórnmálaflokks sem stofnaður var síðasta sumar. Flokkurinn ber heitið Armenskir Ernir: Sameinuð Armenía.

Yegiazarian var handtekinn í byrjun desember síðasta árs vegna gruns um fjárkúgun upp á það sem jafngildir rúmri milljón íslenskra króna. Hann neitaði ætíð ásökununum.

Yegiazarian hóf verkfallið daginn eftir að hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×