Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira