Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 12:33 Þeim hefur sérstaklega fækkað sem telja Trump standa sig vel í að halda fjárlagahallanum í skefjum. Vísir/EPA Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00