Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 16:32 Andstæðingar og stuðningsmenn Stone fjölmenntu fyrir utan dómshúsið í Washington-borg. Stone virtist hlátur í huga þegar hann gekk fram hjá manni sem hélt skilti á lofti sem sagði hann skítugan svikara. Vísir/EPA Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30