Hlýnun hafsins hraðari og meiri en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 09:40 Langstærsti hluti þeirrar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif fanga hefur endað í heimshöfunum. Vísir/EPA Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34