Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2019 09:45 Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi, í grein í Bæjarins besta. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, standist ekki umferðaröryggismat og sé því ólögleg. „Það sem kemur á óvart, og er uggvænlegt, er hversu illa eini vegurinn sem þegar er til, Reykhólasveitarvegur 607, kemur út úr þessu mati. Reykhólasveitarvegur er hluti af stofnvegakerfi landsins samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar,“ segir oddvitinn í grein sinni.Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson hreppsnefndarmaður og Tryggvi Harðarson sveitarstjóri voru fulltrúar Reykhólahrepps á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í byrjun mánaðarins.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hann segir að sömu staðlar gildi og sömu kröfur séu því gerðar fyrir Reykhólsveitarveg og Vestfjarðarveg 60. Á það hafi sveitarstjórn Reykhólahrepps margsinnis bent og einnig að Reykhólasveitarvegurinn og Vestfjarðarvegur að Gilsfjarðarbrú uppfylli ekki kröfur um stofnvegi. „Þá höfum við bent á það, sama hvaða leið verður valin fyrir Vestfjarðarveg 60, að uppfæra þurfi veginn frá Gilsfirði að Reykhólum. Þarna verður Vegagerðin að girða sig í brók, ekki ætlum við að bíða eftir slysum hvort sem það er á Reykhólasveitarveginum eða Vestfjarðarvegi að Gilsfjarðarbrú,“ segir Ingimar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Það er Reykhólasveitarvegur sem fellur í öryggismati Vegagerðarinnar, engin teiknuð leið heldur vegur sem er í fullri notkun. Vegur þar sem skólabörn eru keyrð um tvisvar sinnum á dag 180 daga yfir vetratímann eða 360 sinnum. Þetta umferðaröryggismat er því rauða spjaldið á Vegagerðina, þeir eru veghaldarar og eiga að sjá til þess að vegir uppfylli þá staðla og þær öryggiskröfur sem settar eru. Þessvegna er ekki hægt að segja annað en Vegagerðin hafi kolfallið á þessu umferðaröryggisprófi,“ segir oddvitinn í grein sinni. „Ég fagna því þessari umferðaröryggisgreiningu, hún sýnir svart á hvítu fram á nauðsyn þess að uppfæra Reykhólasveitarveg. Ég vil öruggan Reykhólasveitarveg og kalla því strax eftir aðgerðaráætlun frá Vegagerðinni varðandi uppfærslu á honum,“ segir hann ennfremur. Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þess má geta að Reykhólasveitarvegur liggur um Barmahlíð sem skáldið Jón Thoroddsen orti um í samnefndu kvæði, með þessum upphafslínum: Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi, í grein í Bæjarins besta. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, standist ekki umferðaröryggismat og sé því ólögleg. „Það sem kemur á óvart, og er uggvænlegt, er hversu illa eini vegurinn sem þegar er til, Reykhólasveitarvegur 607, kemur út úr þessu mati. Reykhólasveitarvegur er hluti af stofnvegakerfi landsins samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar,“ segir oddvitinn í grein sinni.Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson hreppsnefndarmaður og Tryggvi Harðarson sveitarstjóri voru fulltrúar Reykhólahrepps á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í byrjun mánaðarins.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hann segir að sömu staðlar gildi og sömu kröfur séu því gerðar fyrir Reykhólsveitarveg og Vestfjarðarveg 60. Á það hafi sveitarstjórn Reykhólahrepps margsinnis bent og einnig að Reykhólasveitarvegurinn og Vestfjarðarvegur að Gilsfjarðarbrú uppfylli ekki kröfur um stofnvegi. „Þá höfum við bent á það, sama hvaða leið verður valin fyrir Vestfjarðarveg 60, að uppfæra þurfi veginn frá Gilsfirði að Reykhólum. Þarna verður Vegagerðin að girða sig í brók, ekki ætlum við að bíða eftir slysum hvort sem það er á Reykhólasveitarveginum eða Vestfjarðarvegi að Gilsfjarðarbrú,“ segir Ingimar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Það er Reykhólasveitarvegur sem fellur í öryggismati Vegagerðarinnar, engin teiknuð leið heldur vegur sem er í fullri notkun. Vegur þar sem skólabörn eru keyrð um tvisvar sinnum á dag 180 daga yfir vetratímann eða 360 sinnum. Þetta umferðaröryggismat er því rauða spjaldið á Vegagerðina, þeir eru veghaldarar og eiga að sjá til þess að vegir uppfylli þá staðla og þær öryggiskröfur sem settar eru. Þessvegna er ekki hægt að segja annað en Vegagerðin hafi kolfallið á þessu umferðaröryggisprófi,“ segir oddvitinn í grein sinni. „Ég fagna því þessari umferðaröryggisgreiningu, hún sýnir svart á hvítu fram á nauðsyn þess að uppfæra Reykhólasveitarveg. Ég vil öruggan Reykhólasveitarveg og kalla því strax eftir aðgerðaráætlun frá Vegagerðinni varðandi uppfærslu á honum,“ segir hann ennfremur. Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þess má geta að Reykhólasveitarvegur liggur um Barmahlíð sem skáldið Jón Thoroddsen orti um í samnefndu kvæði, með þessum upphafslínum: Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15