R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 18:45 Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15