Enski boltinn

Leeds biður Derby afsökunar og Bielsa verður tekinn á teppið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcelo Bielsa
Marcelo Bielsa vísir/getty

Forráðamenn Leeds United hafa beðið Derby County formlega afsökunar á því að njósnari hafi verið sendur á æfingasvæði Derby fyrir leik liðanna og munu ræða við knattspyrnustjórann Marcelo Bielsa.

Lögreglan var kölluð til á fimmtudaginn vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby. Maðurinn var handsamaður og komst upp að um starfsmann Leeds var að ræða. Marcelo Bielsa játaði svo fyrir leik Leeds og Derby í gærkvöld að maðurinn væri á hans vegum.

Leeds vann leik liðanna 2-0 og er því með fimm stiga forskot á toppi ensku Championship deildarinnar. Derby situr í sjötta sæti.

„Eftir ummæli Marcelo Bielsa í gær mun félagið funda með honum og þjálfarateyminu og minna þá á gildi félagsins sem byggja á heiðarleika,“ sagði í tilkynningu frá Leeds.

„Eigandinn Andrea Radrizzani hitti eiganda Derby County, Mel Morris, og baðst formlega afsökunar á aðgerðum Marcelo. Við munum ekki tjá okkur frekar um málið.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.