Íslenski boltinn

Björgvin í stuði er KR afgreiddi Fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leik gegn Víkingum síðasta sumar.
Björgvin í leik gegn Víkingum síðasta sumar. vísir/bára

KR vann öruggan 4-0 sigur á Fram í Reykjavíkur-mótinu en liðin áttust við í Egilshöllinni í dag.

Framherjinn Björgvin Stefánsson var funheitur og skoraði fyrstu þrjú mörk KR-inga. Tvö þeirra komu í fyrri hálfleik og eitt í síðari hálfleik.

Síðasta mark leiksins skoraði hinn ungi og efnilegi Stefán Árni Geirsson er rúm klukkustund var liðinn af leiknum. Lokatölur 4-0.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í riðlinum og er því KR með þrjú stig en Fram án stiga. Fylkir og Þróttur eru einnig í riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.