Erlent

Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað.
Ákvörðun Trumps um að fara frá Sýrlandi hefur fallið í grýttan jarðveg víða, ekki síst hjá Kúrdum, sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjamanna á svæðinu. Þeir óttast að Erdogan Tyrklandsforseti nýti sér tómarúmið til að ráðast inn á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi en Tyrkir líta á Kúrda sem hryðjuverkamenn og svarna óvini sína.
Trump brást við gagnrýninni á Twitter í gær þar sem hann hvatti Kúrda til að ögra ekki Tyrkjum, en varaði Tyrki líka við hörðum afleiðingum þess að ráðast inn á yfirráðasvæði Kúrda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.