Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent