Ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 20:13 Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira