Fyrirsæta sem sagðist geta varpað ljósi á tengsl Trump við Moskvu handtekin Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 22:09 Anastasia Vashukevich var vísað frá Taílandi í morgun. AP/Sakchai Lalit Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira