Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:30 Oleg Deripaska er hér með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Vísir/AFP Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent