Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:30 Oleg Deripaska er hér með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Vísir/AFP Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira