Fara fram á að frestað verði að tilkynna um lokatölur í Austur-Kongó Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2019 11:51 Búist er við að landskjörstjórn tilkynni um lokatölur í dag. Getty Afríkusambandið hefur farið fram á það við yfirvöld í Lýðveldinu Kongó, eða Austur-Kongó, að þau fresti því að gefa út formlegar niðurstöður í forsetakosningunum sem þar fóru fram á dögunum. Kosningarnar hafa reynst afar umdeildar. Stjórnarandstöðuframbjóðandinn Felix Tshisekedi fór með sigur af hólmi samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum en annar stjórnarandstöðuframbjóðandi, Martin Fayulu, fullyrðir að hann hafi fengið flest atkvæði. Búist er við að formlegar niðurstöður verði gefnar út í dag, nema ríkið hlýði umleitunum Afríkusambandsins. Martin Fayulu fullyrðir að Tshisekedi sé í raun leppur fyrir núverandi forseta, Joseph Kabila, sem þurfti að láta af embætti samkvæmt stjórnarskrá. Kabila hefur stýrt landinu í átján ár og hafði dregið það í nokkur ár að halda kosningar. Talsmenn Tshisekedi hafa hafnað ásökununum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Tshisekedi 38,5 prósent atkvæða en Fayulu 34,7 prósent. Emmanuel Shadary, frambjóðandi ríkjandi stjórnarbandalags, hlaut 23,8 prósent atkvæða. Stjórnarskrárdómstóll í landinu mun um helgina úrskurða hvort staðfesta eigi niðurstöðu landskjörstjórnar, telja skuli atkvæðin að nýju, eða ógilda kosningarnar og boða til nýrra. Austur-Kongó Tengdar fréttir Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00 Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Afríkusambandið hefur farið fram á það við yfirvöld í Lýðveldinu Kongó, eða Austur-Kongó, að þau fresti því að gefa út formlegar niðurstöður í forsetakosningunum sem þar fóru fram á dögunum. Kosningarnar hafa reynst afar umdeildar. Stjórnarandstöðuframbjóðandinn Felix Tshisekedi fór með sigur af hólmi samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum en annar stjórnarandstöðuframbjóðandi, Martin Fayulu, fullyrðir að hann hafi fengið flest atkvæði. Búist er við að formlegar niðurstöður verði gefnar út í dag, nema ríkið hlýði umleitunum Afríkusambandsins. Martin Fayulu fullyrðir að Tshisekedi sé í raun leppur fyrir núverandi forseta, Joseph Kabila, sem þurfti að láta af embætti samkvæmt stjórnarskrá. Kabila hefur stýrt landinu í átján ár og hafði dregið það í nokkur ár að halda kosningar. Talsmenn Tshisekedi hafa hafnað ásökununum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Tshisekedi 38,5 prósent atkvæða en Fayulu 34,7 prósent. Emmanuel Shadary, frambjóðandi ríkjandi stjórnarbandalags, hlaut 23,8 prósent atkvæða. Stjórnarskrárdómstóll í landinu mun um helgina úrskurða hvort staðfesta eigi niðurstöðu landskjörstjórnar, telja skuli atkvæðin að nýju, eða ógilda kosningarnar og boða til nýrra.
Austur-Kongó Tengdar fréttir Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00 Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna