Enski boltinn

Sjáðu mörk Lukaku og Rashford og markasúpuna í Bournemouth

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rashford fagnar marki sínu á St. James' Park
Rashford fagnar marki sínu á St. James' Park vísir/getty
Romelu Lukaku og Marcus Rashford sáu til þess að Manchester United heldur áfram á sigurbraut undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

United sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í gær og fór með 2-0 sigur af hólmi. Solskjær hefur því unnið fyrstu fjóra leiki sína með United.

Fjörugasti leikur gærkvöldsins fór fram á Vitality vellinum í Bournemouth þar sem heimamenn gerðu 3-3 jafntefli við Watford en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Burnley vann gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni þegar liðið sótti Huddersfield heim en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.

Chelsea tapaði stigum gegn Southampton, en liðin gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge, og því er munurinn á milli Chelsea í fjórða sætinu og Arsenal í því fimmta aðeins þrjú stig.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.

Newcastle - Manchester United 0-2
Klippa: FT Newcastle 0 - 2 Manchester Utd
Bournemouth - Watford 3-3
Klippa: FT Bournemouth 3 - 3 Watford
Huddersfield - Burnley 1-2
Klippa: FT Huddersfield 1 - 2 Burnley
Chelsea - Southampton 0-0
Klippa: FT Chelsea 0 - 0 Southampton
West Ham - Brighton 2-2
Klippa: FT West Ham 2 - 2 Brighton
Wolves - Crystal Palace 0-2
Klippa: FT Wolves 0 - 2 Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×